Undirbúningur afmælishátíðar kominn á skrið

Anna Greta Ólafsdóttir heilsar Grími Víkingi Þórarinssyni
Anna Greta Ólafsdóttir heilsar Grími Víkingi Þórarinssyni

Í vikunni hitti Anna Greta Ólafsdóttir, framkvæmdastjór afmælishátíðar Þorlákshafnar fjölda fólks vegna hugmynda og aðkomu að afmælishátíðinni. 

Síðastliðinn miðvikudag kom Anna Greta Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri afmælishátíðar Þorlákshafnar í bæinn og átti fund með fjölmörgum aðilum til að ræða hugmyndir og aðkomu að hátíðinni. Afmælishátíðin verður haldin á Hafnardagahelginni og vikuna á undan, hefst 31. maí og lýkur sunnudaginn 5. júní. Unnið er að gerð dagskrár og eru allir hvattir til að koma góðum hugmyndum á framfæri og taka þátt í að gera eitthvað, sérstaklega félög, stofnanir og fyrirtæki. Auðvelt er að hafa samband við Önnu Gretu með því að senda henni póst á netfangið anna@bardusa.is eða hringja í síma 695 2506.

Líkt og hefð er fyrir á Hafnardögum verður reynt að mynda markaðssstemningu og geta allir skráð sig með eitthvað á markað. Einnig verður haldið áfram með litina í svæðum og er búið að tilnefna eftirfarandi hverfastjóra:  

Dreifbýlið er fjólublátt. Svæðastjóri er Hrönn Guðmundsdóttir

Brautirnar eru blátt svæði. Svæðisstjóri er Ágústa Ragnarsdóttir

Hraunin og byggðir eru rautt svæði. Svæðisstjóri er Hulda Gunnarsdóttir

Bergin er grænt svæði. Svæðisstjóri er Árný Leifsdóttir

Búðirnar eru gult svæði. Svæðisstjóri er Þráinn Jónsson

Gert er ráð fyrir að allir íbúar taki virkan þátt og aðstoði svæðastjórana eftir því sem unnt er. Hverju svæði er gert að æfa stuttan dagsrkárlið til að sýna eða flytja eftir skrúðgöngu á föstudagskvöldi og síðan er bara um að gera að skreyta sem mest.

Á meðfylgjandi mynd sést hvar Anna Greta heilsar upp á Grím Víking Þórarinsson, en hann er tengiliður okkar í fornbílaklúbbnum.

Að lokum minnum við á samkeppnina um Hafnardagalag 2011, en lagi þarf að skila inn fyrir 10. maí.

  

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?