Undirbúningur Hafnardaga hafinn að fullu

hafnardagar2
hafnardagar2
Á síðasta fundi menningarnefndar var ákveðið að ráða Þrúði Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Hafnardaga

Á síðasta fundi menningarnefndar var ákveðið að ráða Þrúði Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Hafnardaga. Þrúður hefur verið formaður Leikfélags Ölfuss, rekstrarstjóri golfklúbbs og golfskála Bakkakots og er rekstrarstjóri karatefélagsins Þórshamars.

Þrúður er þegar byrjuð að skipuleggja hátíðina sem líkt og síðustu ár verður haldin um Sjómannadagshelgina 1.-3. júní. Hátíðin verður með svipuðu sniði og fyrir tveimur árum og eru íbúar, félög og fyrirtæki hvött til að taka virkan þátt í hátíðinni. Þeir sem vilja skrá sig á handverksmarkað, eru með nýjar hugmyndir eða vilja bara aðstoða við hátíðina geta haft samband við Þrúði í síma 664 6454 (kaffikella@simnet.is) eða menningarfulltrúa í síma 8636390 (barbara@olfus.is).

Fljótlega verða settar inn nýjar fréttir á vefsíðuna www.hafnardagar.is og einnig verður facebooksíða hátíðarinnar virkjuð.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?