Ungbarnamorgnar á bókasafninu

Mömmumorgun á bókasafninu 2012
Mömmumorgun á bókasafninu 2012
Mömmur, pabbar, afar, ömmur og allir aðrir sem eru að gæta yngstu íbúanna í Ölfusi, eru velkomnir með litlu krílin á bókasafnið á þriðjudögum kl. 10:00-12:00áttur

Mömmur, pabbar, afar, ömmur og allir aðrir sem eru að gæta yngstu íbúanna í Ölfusi, eru velkomnir með litlu krílin á bókasafnið á þriðjudögum kl. 10:00-12:00.  Heilmikið er til af bókum og tímaritum um fyrstu æviárin og umönnun ungbarna á bókasafninu og draga starfsmenn safnsins bækurnar fram til skoðunar og útláns á ungbarnamorgnum auk þess sem stóru púðarnir eru upplagðir fyrir litlu krílin sem jafnvel fá tuskubækur til að leika við.

Við hvetjum þá sem vita af ungum mæðrum og sérstaklega mæðrum með takmarkaða íslenskukunnáttu, til að láta vita af ungbarnamorgnunum svo þeir þjóni sínu hlutverki. En hlutverk þeirra er að draga úr einangrun þeirra sem annast ungabörn, búa til vettvang til umræðna og skoðanaskipta, miðla upplýsingum og auka samkennd og vellíðan.

Sjáumst á bókasafninu!

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?