Ungur Þorlákshafnarbúi með tvöfalt Íslandsmet

Styrmir Dan Steinunnarson
Styrmir Dan Steinunnarson

Síðastliðinn laugardag setti Styrmir Dan tvöfalt íslandsmet í hástökki þegar hann stökk yfir 1,90 metra á aðventumóti Ármann

Það var góður hópur ungmenna úr Þorlákshöfn sem kepptu í frjálsum íþróttum á Aðventumóti Ármanns í Laugardalshöllinni síðastliðinn laugardag.

Eftir mikinn undirbúning og með það að markmiði að bæta íslandsmetið í hástökki, mætti Styrmir Dan Steinunnarson einbeittur á mótið.  Hann uppskar vel, stökk yfir 1,90 metra og setti þar með tvöfalt Íslandsmet, bæði í flokki 14 og 15 ára.  Með þessu bætti Styrmir 28 ára gamalt met Þrastar Ingvarssonar úr USAH um 5 cm og 35 ára met Stefáns Þórs Stefánssonar úr ÍR um 2 cm.

Styrmir er annar Íslendingurinn sem nær að stökkva yfir 1,90m fyrir 15 ára aldur en Stefán Þór stökk 1,90m utanhúss 14 ára gamall árið 1977. 

Þess má geta að Styrmir er 174 cm á hæð og stökk því 16 cm yfir eigin hæð.

Hér má sjá myndband af stökkinu: http://www.youtube.com/watch?v=1L7gtGtZmas

Stefán Þór, fyrrverandi handhafi metsins í flokki 14 ára innanhúss, tók saman skemmtilegt myndband til heiðurs Styrmi. Myndbandið má sjá hér: http://www.youtube.com/watch?v=swGcYeQICZs

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?