Upplýsingar um dagskrá fyrir ungmenni og börn óskast

Sumarlestur 2013
Sumarlestur 2013
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og menningarfulltrúi hafa ákveðið að gefa út bækling á vormánuðum, með upplýsingum um allt það sem er í boði fyrir börn og ungmenni í Ölfusinu yfir sumarmánuðina

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og menningarfulltrúi hafa ákveðið að gefa út bækling á vormánuðum, með upplýsingum um allt það sem er í boði fyrir börn og ungmenni í Ölfusinu yfir sumarmánuðina.  Knattspyrnufélagið Ægir hefur gjarnan gefið út bækling með upplýsingum um sína starfsemi, en nú á að grípa boltann og ganga lengra, safna upplýsingum um allt sem viðkemur börn og ungmenni og það sem þau geta gert yfir sumarmánuðina í Ölfusinu, í einn bækling. 

Allir sem luma á upplýsingum eða ætla að bjóða upp á eitthvað fyrir börn og ungmenni í sumar, ættu að koma þeim upplýsingum annað hvort til Ragnar Sigurðssonar, íþróttafulltrúa (ragnar@olfus.is) eða Barböru Guðnadóttur, menningarfulltrúa (barbara@olfus.is). Best er að senda upplýsingar í tölvupósti eða kíkja til þeirra á bókasafnið eða í íþróttahúsið.

Upplýsingar þurfa að berast fyrir 8. maí 2015.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?