Uppskeruhátíð Herjólfshússins verður á laugardaginn

Bryggjudagar í Herjólfshúsi 2013
Bryggjudagar í Herjólfshúsi 2013
Nú er sumarið senn á enda og því líður að lokun handverksmarkaðarins í Herjólfshúsinu í Þorlákshöfn. Af því tilefni verður efnt til uppskeruhátíðar næstkomandi laugardag.

Nú er sumarið senn á enda og því líður að lokun handverksmarkaðarins í Herjólfshúsinu í Þorlákshöfn. Það er því vel við hæfi að halda uppskeruhátíð í lok sumars. Laugardaginn 30. ágúst verður skottsala á bílaplaninu við Herjólfshúsið og auðvitað eru allir velkomnir að koma með bílinn fullan af söluvöru til að selja úr skottinu. Þá verður boðið upp á glæsilegt kökuboð innanhúss ásamt því að handverksfólk mun kynna vörur sínar og spjalla við gesti. Krakkar á öllum aldri geta svo að sjálfsögðu fengið veiðistangir að láni fyrir dorgið á bryggjunni. Sunnudaginn 31. ágúst mun svo handverksmarkaðurinn loka eftir gott og skemmtilegt sumar og fara í vetrarfrí. Endilega kíkið við í Herjólfshúsið næstu helgi og kveðjið með okkur sumarið!

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?