Upptökur á Hafnardagalagi

Í marsmánuði sótti ungur Þorlákshafnarbúi, Rúnar Gunnarsson um styrk til menningarnefndar til upptöku á Hafnardagalagi sem hann hafði sjálfur samið. Rúnar vildi geta tekið lagið upp og veita íbúum Þorlákshafnar möguleika á að næla sér í lagið á netinu.
Til að fylgja máli sínu eftir mætti Rúnar með gítarinn sinn á bókasafnið og flutti lagið fyrir menningarfulltrúa Ölfuss og Róbert Ingimundarson, framkvæmdastjóra Hafnardaga.
Erindi Rúnars var tekið fyrir á fundi menningarnefndar þar sem samþykkt var að styrkja upptöku á laginu, enda fengju íbúar að njóta þess í kjölfarið.
Nú er unnið að upptökum á laginu og von er á textanum á netið fljótlega.
 
Rúnar spilar lagið fyrir Barböru og Róbert
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?