Upptökur frá fyrstu árum byggðar

Erlendur Jónsson og Halla Kjartansdóttir færa menningarfulltrúa gamlar upptökur til varðveislu.
Erlendur Jónsson og Halla Kjartansdóttir færa menningarfulltrúa gamlar upptökur til varðveislu.

Halla Kjartansdóttir færði Byggðasafni Ölfuss gamlar upptökur til varðveislu en menningarnefnd hafði samþykkt að styrkja Höllu í því að færa efnið yfir í stafrænt form.

Á vordögum sótti Halla Kjartansdóttir um styrk til menningarnefndar til að færa upptökur sem tengjast atburðum og málefnum í Sveitarfélaginu af kasettum yfir á diska. Um er að ræða upptökur af tónleikum Söngfélags Þorlákshafnar og messum auk viðtals við Benedikt Thorarensen.  Menningarnefnd ákvað að styrkja þetta góða verkefni, enda fengi Byggðasafn Ölfuss diskana í kjölfarið til varðveislu.

Í síðustu viku komu Halla og eiginmaður hennar, Erlendur Jónsson og færðu Byggðasafninu upptökurnar á sjö diskum sem Erlendur hafði merkt skilmerkilega.

Menningarnefnd Ölfuss þakkar Höllu og Erlendi kærlega fyrir þennan gjörning. Á myndinni sem fylgir sést hvar Halla og Erlendur færa Barböru Guðnadóttur, menningarfulltrúa kassa með upptökunum. 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?