ÚRSLIT Í ÚTSVARI STAÐREYND!

Það er ekki annað hægt að segja en að snillingarnir þrír úr Ölfusinu, þau Árný, Hannes og Magnþóra, kunni að búa til skemmtilegt sjónvarpsefni! Tveir þættir í röð hjá þeim þar sem allt er undir í lokin. Ölfusingar drógust á móti liði Fljótsdalshéraðs í undanúrslitum og hafa sumir haft orð á því að þetta hefðu verið drauma liðin í úrslitum. Keppnin var æsispennandi og endaði í bráðabana, að loknum öllum hefðbundnu spurningunum, staðan 78-78. Bráðabani virkar þannig að það lið sem fyrr svarar tveimur spurningum sigrar. Það er skemmst frá því að segja að það er greinilegt að okkar fólk þekkir sætindi og bókmenntir vel, já og ekki má gleyma bílategundum!

Áfram Ölfus, Árný, Hannes og Magnþóra!

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?