Útgáfutónleikar Jónasar og Lúðrasveitar Þorlákshafnar

Jónas Sigurðsson og Lúðrasveit Þorlákshafnar
Jónas Sigurðsson og Lúðrasveit Þorlákshafnar
Það er tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson ásamt Lúðrasveit Þorlákshafnar og fleiri góðu tónlistarfólki sem fram munu koma á útgáfutónleikum í Reiðhöll Guðmundar um þarnæstu helgi

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að framundan eru útgáfutónleikar í Reiðhöll Guðmundar. Það er tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson ásamt Lúðrasveit Þorlákshafnar og fleiri góðu tónlistarfólki sem fram munu koma á þessum tónleikum.

Lúðrasveitin fór þess á leit við Jónas að hann semdi tónlist til flutnings með lúðrasveitinni. Jónasi leist vel á það og samdi lög sem hann flytur ekki aðeins með lúðrasveitinni, heldur kemur tónlistarhópurinn Tónar og Trix einnig að flutningi laga eftir hann.

Þema disksins er himin og haf og er einn textinn eftir móður Jónasar, Rögnu Erlendsdóttur og yfirskriftin "Tónar við hafið". Það á vel við í Þorlákshöfn þar sem sama heiti er yfirskrift tónleikaraðar sem menningarnefnd Ölfuss hefur staðið fyrir.

Hægt er að kaupa miða á tónleikana á vefsíðunni www.midakaup.is en tónleikarnir verða föstudags- og laugardagskvöld 19. og 20. október.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?