Úthlutun á styrk

Reykjadalur mynd 1
Reykjadalur mynd 1
Styrkur frá Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti verkefninu Reykjadalur 2013, 5.000.000 kr styrk til hönnunar og framkvæmda við gönguleið í Reykjadal í Ölfusi á grundvelli deiliskipulags og framkvæmdaáætlunar.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti verkefninu Reykjadalur 2013, 5.000.000 kr styrk til hönnunar og framkvæmda við gönguleið í Reykjadal í Ölfusi á grundvelli deiliskipulags og framkvæmdaáætlunar. Markmið styrkveitingar er að byggja upp innviði og aðstöðu fyrir náttúrutengda ferðaþjónustu í Reykjadal í Ölfusi, vernda náttúru og menningarminjar, tryggja öryggi ferðamanna og bæta merkingar. Styrkurinn fellur að markmiðum um uppbyggingu á samræmdu kerfi göngu-, hjóla- og reiðleiða um landið.

 

Að verkefninu standa landeigandi Landbúnaðarháskóli Íslands að Reykjum, Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær og Eldhestar ehf.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?