Útivistarreglur barna

Vakin er athygli á breyttum útivistartíma fyrir börn nú þegar dimma fer á kvöldin.

Vakin er athygli foreldra á því að samkvæmt barnaverndarlögum mega börn 12 ára og yngri ekki var á almannafæri eftir kl. 20 á kvöldin nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 til 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22, nema þau séu á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Þetta á við um tímabilið frá 1. september til 1. maí.  

Smellið á myndna til að stækka myndina af útivistarreglunum

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?