ÚTSVAR: 8 liða úrslit Útsvarsins 6. apríl!

Þá er loksins komið að því! Lið Ölfuss, skipað sem fyrr þeim Árnýju, Hannesi og nýliðanum okkar henni Magnþóru, munu keppa fyrir hönd Ölfuss, föstudaginn 6. apríl. Þar munu þau etja kappi við Seltjarnarnes. Lið Seltjarnarness er skipað þeim Birni Gunnlaugssyni, Sögu Ómarsdóttir og Stefáni Eiríkssyni.

ATHUGIÐ! Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að mæta í sjónvarpssal. Útsending hefst klukkan 20:00, en mæting er í Efstaleiti kl. 19:40. Við þurfum á öllum stuðningi að halda!

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?