Útsvar: Ölfus - Hveragerði, 17.nóvember.

Komið er að fyrstu viðureign Ölfuss í Útsvarinu, en liðið mun etja kappi við nágranna okkar Hvergerðinga, á föstudaginn 17. nóvember, í beinni útsendingu úr sjónvarpssal. Smávægileg breyting er á liðinu þetta árið en Ágústa Ragnarsdóttir hefur ákveðið að hætta. Þökkum við Ágústu fyrir vinnuna og ekki síst skemmtunina undanfarin ár. Liðið skipa þau, Árný Leifsdóttir, Hannes Stefánsson og Magnþóra Kristjánsdóttir, sem kemur ný inn fyrir Ágústu Ragnarsdóttur. 

 Útsvar, er skemmtilegur spurningaþáttur sem Ríkissútvarpið stendur fyrir og ljóst er að búast má við hörku keppni og góðri skemmtun næsta föstudagskvöld. 

ATHUGIÐ! Allir velkomnir í sjónvarpssal, Efstaleiti kl. 19:40. Við þurfum á öllum stuðningi að halda!

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?