Útsvar: Ölfus - Kópavogur, 22. desember.

Þá er komið að annarri umferð Útsvarsins og að þessu sinni mætum við ,,nágrönnum" okkar í Kópavogi. Liðið okkar sýndi það og sannaði, í síðustu umferð, að það getur allt og það sem meira er þá eru þau svo skemmtileg. 

Það er alveg ofsalega mikill styrkur í að hafa kunnugleg andlit í salnum og því biðlum við til allra sem mögulega geta að mæta í sjónvarpssal og styðja við bakið á okkar fólki. Það er virkilega skemmtilegt að vera viðstaddur útsendinguna og skemmtilegt að upplifa stemninguna ,,Live". 

ATHUGIÐ! Það eru allir velkomnir í sjónvarpssal og það er frítt. Mæting kl: 19:40 á RÚV, Efstaleiti.

Jólakveðja Anna Margrét Smáradóttir
Markaðs - og menningarfulltrúi.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?