Útvarp Hafnardagar í viðtækinu og á netinu

hafnardagar2
hafnardagar2

Þá er hægt að hlusta á Útvarp Hafnardaga, en margir hafa eflaust beðið spenntir eftir því að geta stillt á FM 106,1 og hlustað á heimafólk í beinni.

Þá er spennan að ná hámarki. Fyrstu dagskrárliðir tengdir bæjarhátíðinni Hafnardaga hefjast í dag. Útvarp Hafnardagar er komið í loftið og er hægt að hlusta bæði á FM 106,1 og í gegnum netið um slóðina:

Klukkan 18:00 verður síðan frumsýnt leikverkið "Loki Laufeyjarson", en það er unglingadeild Leikfélags Ölfuss sem sýnir þetta stutta og skemmtilega leikverk. Sýningin verður í Versölum, ráðhúsi Ölfuss og er miðaverð 500 krónur.

Heilmikil og spennandi dagskrá verður í boði alla vikuna og nær hátíðin hámarki um næstu helgi. Hægt er að skoða viðburði hvers dags í viðburðadagatali hér á vef Ölfuss.

GLEÐILEGA HAFNARDAGA!

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?