Val á íþróttamanni Ölfuss 2023

Íþróttamenn sem voru í kjöri til íþróttamanns Ölfuss 2022
Íþróttamenn sem voru í kjöri til íþróttamanns Ölfuss 2022

Að þessu sinni eru átta íþróttamenn í kjöri til að hljóta nafnbótina íþróttamaður Ölfuss 2023. Kjörinu verður lýst í athöfn á vegum íþrótta og tómstundanefndar Ölfuss í Versölum sunnudaginn 11. febrúar kl. 15. 

Eftirtaldir íþróttamenn eru tilnefndir í stafrófsröð:

  • Atli Rafn Guðbjartsson fyrir góðan árangur í knattspyrnu
  • Emma Hrönn Hákonardóttir fyrir góðan árangur í körfuknattleik
  • Freyja Ósk Ásgeirsdóttir fyrir góðan árangur í golfi
  • Glódís Rún Sigurðardóttir fyrir góðan árangur í hestaíþróttum
  • Guðbjartur Ægir Ágústsson fyrir góðan árangur í motocrossi
  • Styrmir Snær Þrastarsson fyrir góðan árangur í körfuknattleik
  • Tómas Valur Þrastarson fyrir góðan árangur í körfuknattleik
  • Unnur Rós Ármannsdóttir fyrir góðan árangur í hestaíþróttum

Einnig verður það íþróttafólk sem skarað hefur fram úr heiðrað sérstaklega fyrir árangur ársins, þau sem hafa unnið Íslands- og/eða bikarmeistaratitla eða verið í landsliðum Íslands á árinu.

Verið öll hjartanlega velkomin til athafnarinnar.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?