Vel heppnað músíkmaraþon í Þorlákshöfn

Vel heppnað músíkmaraþon í Þorlákshöfn

 

Síðastliðinn laugardag var í fyrsta skipti efnt til músíkmaraþons í Þorlákshöfn. Maraþonið var hluti af tónleikaröðinni Tónum við hafið og haldið í þeim tilgangi að vekja athygli á því fjölbreytta og gróskumikla tónlistarstarfi sem fram fer á svæðinu. Ennfremur gafst þeim sem ekki hafa komið fram áður einstakt tækifæri til að spreyta sig í glæsilegum tónleikasal í Ráðhúsi Ölfuss. Skemmst er frá því að segja að fjölmargir tóku þátt, eða yfir 140 einstaklingar og var mikill áhugi fyrir tónleikunum ef marka má þann mikla fjölda gesta sem mætti á maraþonið. Margir voru meira eða minna á staðnum allan tímann, en tónleikar hófust klukkan 15 og stóðu til klukkan 23:00. Vegna þess hve vel tókst til hefur verið ákveðið að efna aftur til músíkmaraþons á næsta ári en þá verður að sjálfsögðu stefnt að því að toppa tónleikana í ár með því að hafa tónleikana lengri og fá fleiri þátttakendur. Skipuleggjendur músíkmaraþonsins vilja koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt og lögðu tónleikunum lið.

Þetta voru næstsíðustu tónleikar Tóna við hafið þennan vetur, en þeir síðustu verða laugardaginn 1. maí þegar barnakórar Grunnskóla Þorlákshafnar og nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga flytja þætti úr söngleiknum Ávaxtakörfunni. Verkið er sérstaklega útfært fyrir þann stóra hóp barna sem koma að uppsetningunni með það fyrir augum að sem flestir fái að njóta sín á sviðinu.
 
Hljómsveitin The Fallen Prophecy endaði tónleikana með glæsibrag.
 
Fleiri myndir er hægt að skoða á snjáldursíðunni:
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?