Vel heppnaðir Hafnardagar

Hafnardagar 2014
Hafnardagar 2014
Þá eru Hafnardagar yfirstaðnir og vonandi allir búnir að skemmta sér vel

Þá eru Hafnardagar yfirstaðnir og vonandi allir búnir að skemmta sér vel.  Aldrei hefur verið um jafn marga viðburði að ræða og í ár, en hátíðin hófst mánudaginn 26. maí með útvarpsútsendingu Útvarps Hafnardaga og frumsýningu á leikverkinu "Loki Laufeyarson", með unglingadeild Leikfélags Ölfuss.  Í kjölfarið hélt dagskráin áfram alla vikuna og náði hámarki um síðastliðnu helgi.  Fjórar sýningar, nokkrir tónleikar, böll, dorgveiðikeppni, markaðir, sundlaugarpartý, útileikir og fjölmargt annað stóð fólki til boða auk hefðbundinnar sjómannadagskrár við bryggju.

Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið eins og best verður á kosið, kom það ekki að sök. Útidagskrá á föstudags- og laugardagskvöldi var færð inn í íþróttahús, þar sem mikil stemning ríkti og frábærir listamenn komu fram.  Allir viðburðir voru vel sóttir og jákvæð stemning ríkti í bænum.

Skipuleggjendur þakka öllum þeim sem komu að hátíðinni, styrktu hana, komu með dagskrárliði og unnu við framkvæmd hátíðarinnar. Það er gott að eiga svona marga að sem alltaf eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum.

Menningarnefnd, framkvæmdastjóri og menningarfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?