Vel heppnaður íbúafundur

Íbúafundur Ölfuss 2012
Íbúafundur Ölfuss 2012
Kynning á málefnum Sveitarfélagsins
Á íbúafundi í ráðhúsinu í gær héldu bæjarfulltrúar og forstöðumenn erindi um hin ýmsu málefni sveitarfélagsins

Í gær efndi bæjarstjórn Ölfuss til íbúafundar til að kynna málefni sveitarfélagsins. Þarna voru mættir bæjarfulltrúar, formenn nefndar og forstöðumenn til að kynna mismunandi málaflokka hjá Sveitarfélaginu. Mjög góð mæting var á fundinum en þarna voru um þrjátíu manns.  Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar kynntu fjármálin, skipulagsmál og atvinnumál og formenn nefnda og forstöðumenn kynntu stöðu mála í einstökum málaflokkum. Þarna fengu fundargestir góða yfirsýn yfir málefni sveitarfélagsins og í kjölfar erinda gafst fundargestum kostur á að tjá sig eða koma með fyrirspurnir og í hléinu var boðið upp á súpu og brauð.

Meðfylgjandi myndir tóku Sigurður Jónsson, skipulagsfulltrúi og Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi á fundinum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?