Í gær var haldið upp á þjóðhátíðardaginn í Þorlákshöfn.
Í gær var haldið upp á þjóðhátíðardaginn í Þorlákshöfn. Dagskráin var sérlega skemmtileg, undirbúin af körfuknattleiksdeild og frjálsíþróttadeild Þórs. Nokkrir sprækir krakkar mættu um morguninn í leiki á íþróttavelli og létu rokið ekki stoppa sig. Farið var í pokahlaup, brennibolta og spretti og fengu allir viðurkenningu í lokin.
Seinna um daginn var efnt til hefðbundinnar dagskrár með skrúðgöngu sem lúðrasveitin fór fyrir og ræðuhalda og tónlistar í skrúðgarði. Jónas Sigurðsson, tónlistarmaður hélt hátíðarræðu og spilaði og söng nokkkur laga sinna. Trjálfarnir skemmtu stórum sem smáum, Ágústa Ragnarsdóttir málaði andlitin á þeim börnum sem vildu, einnig fengu börnin að sitja hesta og margir spreyttu sig á skemmtilegri hreystibraut í einu horni garðsins. Inni í Versölum var síðan kökuhlaðborð.
Meðfylgjandi myndir voru teknar af stórglæsilegri fjallkonunni, henni Sigríði Kjartansdóttur.