Vel heppnuð afmælishátíð

Hafnardagar 2011
Hafnardagar 2011
Nokkrar myndir sem teknar voru síðustu helgi
Íbúar Ölfuss héldu upp á 60 ára afmæli Þorlákshafnar um síðustu helgi.

Það var mikið um að vera í Þorlákshöfn síðastliðna helgi og vikuna á undan þegar haldið var upp á 60 ára afmæli þéttbýlisins. Dagskráin tók mið af þeirri fjölbreytni sem einkennir samfélagið, tónlistinni og sköpuninni, sjómennskunni og sögunni. Einnig var fjöruhlaupið endurvakið, þar sem hlaupin var 10 km leið frá Hafinu Bláa eftir fjörunni að íþróttamiðstöð í Þorlákshöfn. Hátíðin tókst einstaklega vel og mikið fjölmenni lagið leið sína til þorlákshafnar. Menningarnefnd Ölfuss þakkar öllum þeim fjölmörgu sem komu að skipulagi og framkvæmd hátíðarinnar auk þeirra sem styrktu hátíðina með fjárframlagi, vöru og vinnu. Ennfremur þakkar menningarnefnd framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Önnu Gretu Ólafsdóttur fyrir allt hennar starf.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?