Vel sóttir dagmömmumorgnar á bókasafninu

Hulda Kristín á dagmömmumorgni á bókasafninu
Hulda Kristín á dagmömmumorgni á bókasafninu

Dagmömmumorgnar bókasafnsins hafa verið vel sóttir í vetur og eru foreldrar sem eru heima meö börnin sín hvattir til að mæta á bókasafnið á miðvikudagsmorgnum.

Dagmömmur í Þorlákshöfn hafa verið duglegar að mæta með skjólstæðinga sína á bókasafnið á miðvikudagsmorgnum í vetur. Þá er opnað snemma til að litlu krílin geti notið sín í barnadeildinni og eru foreldrar sem eru heima með börn á þessum aldri velkomnir á safnið, enda hafa börnin gaman og gott af félagsskapnum.

Meðfylgjandi myndir eru teknar núna í janúar.

Bent skal á að á þriðjudagsmorgnum hefur bókasafnið í samstarfi við kirkjuna staðið fyrir mömmumorgnum, eða ungbarnamorgnum eins og starfsfólk bókasafnsins hefur valið að kalla morgnana. Bókasafnið býður upp á fjölbreytt efni bóka og tímarita sem fróðlegt er að blaða í.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?