Vélhjólasvæðið við Bolöldu – auglýsing um afnotarétt

Sveitarfélagið Ölfus auglýsir eftir aðila til að reka og hafa eftirlit með vélhjólaaksturssvæði við Bolöldu. Gerður verður tímabundinn afnotasamningur við viðkomandi og er notkun svæðisins háð samþykki landeiganda sem er ríkissjóður Íslands, þar sem svæðið er þjóðlenda.

Við val á rekstraraðila verður einkum litið reynslu af rekstri áþekkra svæða og þekkingar á staðháttum innan þjóðlendunnar.

Umsóknum skal skila til skipulagsfulltrúa Ölfus fyrir 21. október 2021 á netfangið skipulag@olfus.is eða með bréfpósti merktum „Skipulagsfulltrúi“, Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?