Velsóttur ungbarnamorgun

Ungbarnamorgun á bókasafninu
Ungbarnamorgun á bókasafninu

Vel var mætt á ungbarnamorgun bókasafnsins í síðustu viku. Ungbarnamorgnarnir verða á hverjum þriðjudegi kl. 10-12.

Síðastliðinn þriðjudag voru ungbarnamorgnarnir endurvaktir á Bæjarbókasafni Ölfuss. Af því tilefni fékk bókasafnið Ásgerði Eiríksdóttur til að koma og spjalla við mömmurnar sem komu. Framvegis verða ungbarnamorgnarnir vikulega á þriðjudagsmorgnum kl. 10-12 á bókasafninu og er stefnt að því að fá góðan gest í heimsókn einu sinni í mánuði.

Meðfylgjandi myndir eru teknar í síðustu viku en allir sem hafa áhuga á að koma með ungabörn á bókasafnið eru hjartanlega velkomnir.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?