Verkfall hjá Eflingu og FOSS

Efling og FOSS stéttarfélög, hafa samþykkt að boða til verkfalls og munu verkfallsaðgerðir hefjast mánudaginn 9. mars n.k., náist samningar ekki fyrir þann tíma. Komi til verkfalls mun það hafa mikil áhrif á starfsemi sveitarfélagsins enda er talsverður fjöldi starfsmanna þess félagar í þessum stéttarfélögum. Fyrirséð er að þjónusta í leik- og grunnskólum, heimaþjónustu og dagdvöl aldraðra verður skert.  Einnig verður skert þjónusta í akstri fatlaðra og skólaakstri sem starfsmenn sveitarfélagsins sjá um. Íþróttamiðstöðin, Versalir og bókasafnið munu loka.

Búið er að senda út tölvupósta með nánari upplýsingum um yfirvofandi verkföll til foreldra leik- og grunnskólabarna og eru þeir hvattir til að kynna sér efni þeirra.

Verkföll hjá FOSS hafa verið boðuð 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31. mars og 1. apríl, náist ekki samningar en verkfall Eflingar er ótímabundið frá og með 9.mars. Upplýsingar um gang samningaviðræðna verða settar inn á heimasíðu sveitarfélagsins um helgina.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?