Viðburðir á aðventu á dagatali

midnaetursol
midnaetursol

Menningarfulltrúi vinnur að gerð aðventudagatals þar sem fram koma viðburðir í Ölfusi

Menningarfulltrúi vinnur nú að því að útbú viðburðadagatal þar sem fram kemur það helsta sem um er að vera um aðventuna í Ölfusi. Félög, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar sem standa fyrir viðburðum, opnu húsi, tónleikum eða öðrum skemmtilegheitum ættu endilega að koma upplýsingum til menningarfulltrúa með því að senda póst á barbara@olfus.is

Dagatalið verður líkt og síðustu ár, prentað og sent til íbúa en einnig verður hægt að hlaða það niður á pdf skjali til að prenta út eða geyma í tölvunni.

Upplýsingar um viðburði verða einnig aðgengilegar á viðburðadagatali vefs Sveitarfélagsins.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?