Viðburðir, sýningar og góður matur um allt suðurland

Safnahelgi á Suðurlandi 2009
Safnahelgi á Suðurlandi 2009

Safnahelgi á suðurlandi hefst nú um helgina. Opnun menningarveislunnar verður á Listasafni Árnesinga kl. 17 fimmtudaginn 4. nóvember þar sem ný sýning safnsins opnar og matreiðslumenn úr Hveragerði bjóða gestum upp á ljúffengar veitingar. Í kjölfarið bjóða tæplega 90 aðilar um allt suðurland gesti velkomna með ýmsu móti. Söfn eru opin, listafólk kveður sér hljóðs, fjölbreyttar sýningar hafa verið undirbúnar, á nokkrum stöðum verða bænda- og handverksmarkaðir, matarkeppni, söguferðir, leiksýningar og spennandi veitingar á kaffi- og veitingastöðum, þar sem hráefni úr héraði er nýtt í matargerðina.
Dagskrá helgarinnar er hægt að skoða hér.

Í Þorlákshöfn verður Leikfélag Ölfuss með sýningar á Stútungasögu, á Ráðhúskaffi verður hlaðborð með hráefni úr Ölfusi fyrir sýningar og á Bæjarbókasafni Ölfuss verður opið bókakaffi á laugardeginum frá 14-17.

Hafið Bláa verður með heilmikla dagskrá og sinn rómaða matseðil um helgina og opið verður í Hellisheiðavirkjun.

Njótið helgarinnar!

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?