Viðurkenning fyrir fallegasta garðinn í Ölfusi 2020

Fyrirhugað er að veita viðurkenningu fyrir fegurstu garðana í sveitarfélaginu.

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins varðandi fallegasta garðinn, annars vegar í þéttbýlinu og hins vegar í dreifbýlinu.

Óskað er eftir að íbúar Ölfuss komi með tillögur um garða sem vert væri að veita viðurkenningu fyrir snyrtimennsku og uppbyggingu.

Tilnefningar skulu hafa borist til Davíðs Halldórssonar umhverfisstjóra, david@olfus.is  fyrir lok júlí 2020.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?