Vinateppið komið á bókasafnið

Vinateppið afhent á bókasafninu
Vinateppið afhent á bókasafninu

Vinateppið sem margir unnu að á fjölmenningarvikunni, hefur verið afhent Bæjarbókasafni Ölfuss til varðveislu.

Eftir velheppnaða fjölmenningarviku í byrjun mars, stendur eftir ýmislegt sem við fáum að njóta áfram. Grunnskólanemar munu vinna áfram með veggspjöldin sem unnin voru af tilefni vikunnar og sýna foreldrum sínum og aðstandendum á ársáhátíðum í skólanum. Listaverkin sem unnin voru í listasmiðjunni, verða flótlega til sýnis í íþróttahúsinu. Ákveðið hefur verið að vinna áfram að gerð listaverkanna á afmælishátíð Þorlákshafnar, sem haldin verður hátíðlega um sjómannadagshelgina. Samtök Lista- og handverksfólks í Ölfusi efndi til handavinnukvölda þar sem unnið var sameiginega að gerð vinateppis. Þátttakendur prjónuðu eða hekluðu búta sem voru 15x15cm stórir og í lokin voru allir bútarnir heklaðir saman. Teppið er nú komið á Bæjarbókasafn Ölfuss þar sem það geymt og kemur til með að vekja mikla aðdáun og jafnvel hlýja þeim sem kalt er.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Dagný Magnúsdóttir, formaður Samtaka lista- og handverksfólks í Ölfusi afhenti Barböru Guðnadóttur, menningarfulltrúa Ölfuss teppið til varðveislu.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?