Vinna við að móta framtíðarstefnu Ölfuss

2010-11-10-002
2010-11-10-002

Óskað er eftir áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í að móta framtíðarstefnu sveitarfélagsins.

Kæru íbúar Ölfuss

Óskað er eftir áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í að móta framtíðarstefnu sveitarfélagsins.

Viðkomandi einstaklingar munu taka þátt í stýrihóp sem heldur utan um kynningarátak á Þorlákshöfn þar sem ætlunin er að sjá sveitarfélagið vaxa með auknum íbúafjölda og fjölbreytileika.

Við vonum að með þessu sameiginlega átaki íbúa fái reynsla og þekking okkar á sveitarfélaginu fangað kjarnann í þeim fjölmörgu þáttum sem gera Ölfusið að góðum stað til að búa á.

Framtíðin er í okkar höndum, mótum hana saman.

Með kveðju, starfsfólk og bæjarfulltrúar Ölfuss

Skráning hjá menningarfulltrúa Ölfuss um netfangið barbara@olfus.is eða í síma 8636390

Skráning til 1. júlí

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?