Foreldrafélag Grunnskólans í Þorlákshöfn stóð fyrir páskaeggjaleit í dag, föstudaginn langa. Föstudagurinn langi þótt lengi vel einn lengsti og ,,leiðinlegasti" dagur ársins, því var upplagt hjá foreldrafélaginu að bjóða uppá þessa skemmtilegu uppákomu í skrúðgarðinum.
Það var múgur og margmenni af fullorðnum sem og börnum sem þrömmuðu um skrúðgarðinn og leituðu af páskaeggjum. Það stytti meira að segja upp og gerði hið besta veður á meðan á leitinni stóð.
Öll börn fóru sátt heim með páskaegg :)




Gleðilega páska.