Vorhreinsun í Þorlákshöfn

Merki Sveitarfélagsins Ölfuss
Merki Sveitarfélagsins Ölfuss

Íbúar athugið!

Nú er komið að árvissri hreinsun gatna og göngustíga í Þorlákshöfn.  Það flýtir mjög fyrir og skilar betri þrifum þegar bifreiðar, hjólhýsi, tjaldvagnar, kerrur o.fl.  eru færðir úr götunni og er ekki lagt á ný fyrr en hreinsun er að fullu lokið.  Þetta gildir eingöngu um almenn stæði í götunni og í bænum en ekki stæði innan lóðarmarka íbúðarhúsa og fyrirtækja.

Byrjað verður mánudaginn 23. apríl nk.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?