Bókapakkar í íþróttahúsinu
					 
		
		Rétt fyrir jólin settu starfsmenn bókasafnsins upp bókagjafaborð í íþróttahúsinu. Reyndar voru innpakkaðar bækurnar ekki alveg ókeypis, heldur urðu áhugasamir að skrifa á miða eitthvað jákvætt um Þorlákshöfn eða Ölfusið áður en þeim bauðst að velja sér bókapakka.
Rétt fyrir jólin settu starfsmenn bókasafnsins upp bókagjafaborð í íþróttahúsinu. Reyndar voru innpakkaðar bækurnar ekki alveg ókeypis, heldur urðu áhugasamir að skrifa á miða eitthvað jákvætt um Þorlákshöfn eða Ölfusið áður en þeim bauðst að velja sér bókapakka.
Margir tóku þátt í þessu skemmtilega verkefni og langar okkur til að deila með íbúum Ölfuss því sem skrifað var á miðana:
- Í Þorlákshöfn er gott að vera með börn. Góð þjónusta er fyrir þau á vegum sveitarfélagsis, m.a. skólar. Einnig er hér frábær aðstaða fyrir íþróttir.
 
- Hér búa amma og afi
 
- Allt í sundinu ykkar er of jákvætt til að lýsa því.
 
- Að búa í Ölfusi er dásamlegt og þar býr gott fólk
 
- Ölfusið er þar sem hjartað slær og hlutirnir gerast, flottasta lúðrasveit Íslands.
 
- Þið eigið bestu sundlaugina.
 
- Gott að ala upp börn  öruggt, friðsælt, gott íþróttastarf og tónlistarskóli.
 
- Þetta er einstaklega falleg og skemmtileg sundlaug. Svo góð er hún að við komum alla leið úr Reykjavík til að synda í henni. Gleðileg jól (mynd af broskalli)
 
- Frábær íþróttaaðstaða.
 
- Ölfus! Segir allt sem segja þarf!
 
- Í Þorlákshöfn er alltaf gott að koma. Þar er manni allsstaðar vel tekið og alltaf einhver til í að spjalla við mann í pottinum. Enginn þarf að vera einmana í Þorlákshöfn.
 
- Þorlákshöfn (mynd af broskalli)
 
- Í Þorlákshöfn er fullt af fallegu fólki, fallegum húsum sem gott er að búa í. Má ég eiga krukkuna þegar leikurinn er búinn?
 
- Fegurð í náttúru og mannlífi.
 
- Ég elska Þorlákshöfn. Flóki 6 ára.