Ýmsar upplýsingar frá leikskólanum

Bergheimar2
Bergheimar2
Út er komið október fréttablað Bergheima, leikakólans í Þorlákshöfn.  Greint er frá breytinum í starfsmannamálum,  því sem er framundan og þeim skemmtilegu verkefnum sem unnið er að.

Október fréttablað

 

Starfsmannabreytingar

Eins og áður hefur komið fram hafa orðið nokkrar starfsmannabreytingar í september. Herdís Ólöf hefur hafið störf að nýju eftir fæðingarorlof á Álfheimum hún er í 90 % starfi á Dvergaheimum.  Ingveldur (Inga) hefur minnkað við sig og er komin í 49.9 % starf og heldur áfram á Tröllaheimum á móti henni er Þóra R sem sem einnig er í 49.9 % starfi þær eru með eina stöðu saman.  Í ræstingar var ráðinn Hugo Filip Santos.

Heimsókn frá félagi eldriborgara

Í fyrstu heimsókn vetrarins komu þær Ása Bjarnadóttir og Halla Kjartansdóttir og lásu fyrir börnin á Hulduheimu. Þökkum við þeim kærlega fyrir skemmtilega heimsókn.

Skyndihjálparnámskeið

Í september fóru allir kennarar á Bergheimum á skyndihjálparnámskeið sem Anna Margrét Magnúsdóttir var með. Allir kennarar fara á skyndihjálparnámskeið á tveggja ára fresti, er það hluti af símenntun starfsfólks.

Haustþing leikskóla á suðurlandi

Eins og undanfarin ár fara allir kennarar við Bergheima á haustþing leikskóla á suðurlandi sem er 4.október. Allir velja sér námskeið fyrir og eftir hádegi og meðal þess sem hægt er að velja í ár er: Höfum gaman (tónlistarnámskeið),Ný aðalnámskrá og innleiðing í starfi, Er eftirsóknarvert að vera leikskólakennari, Leikur að bókum, Börn með ADHD á leikskólaaldri, Ipad fyrir byrjendur og lengra komnir, Leiklist og leikræn tjáning, Heilbrigði og vellíðan með jóga og snertingu og fleira.

Foreldrafundir

Fyrsti foreldrafundur vetrarins verður þann 1.okt  þessir fundir eru skipulagðir þannig að foreldrar mæta inn á deild barnsins en börnin eru inn í sal/ frístund á meðan. Á fundinum er farið yfir vetrastarfið á hverri deild fyrir sig, leikskólastjóri fer yfir starfssemi leikskólans, starfsmannahóp og fl. Foreldrar eru hvattir til að spyrja ef þeir hafa einhverja spurningar um starfið.
1. okt. kl. 8.10 foreldrafundur á Álfaheimum
8. okt. kl. 8.10 foreldrafundur á Dvergaheimum
15. okt. kl.8.10 foreldrafundur á Tröllaheimum
22. okt. kl. 8.10 foreldrafundur á Hulduheimum

Aðalfundur hjá foreldrafélaginu

Fyrirhugað er að halda aðalfund hjá foreldrafélaginu núna á næstu vikum verður hann auglýstur þegar nánari tímasetning er komin. Á þessum fundi kynnir stjórn foreldrafélagsins  starf sitt einnig þarf að kjósa nýja í stjórnina.

Heimasíðan bergheimar.is

Heimasíða leikskólans er alltaf að verða betri og betri, settar eru fréttir um það sem er að gerast á hverjum tíma. Matseðill, söngtextar og fl. geta foreldrar gengið að vísu á heimasíðunni. Viðbrögð foreldra aðstoða okkur við að gera heimasíðuna virkari.

Lóðaframkvæmdir

Lóðaframkvæmdir ganga vel, það sem er komið er mjög fallegt og skemmtilegt svæði og verður gaman að sjá lóðina þegar allt verður komið. Gott samstarf hefur verðið við iðnaðarmennina.

Vikan1.-6. október
1. okt. er foreldrafundur á Álfaheimum kl 8.10.
3. okt. er leikfimi í íþróttahúsinu, muna að hafa börnin í þægilegum fatnaði.
4. okt. er leikskólinn lokaður vegna haustþings.
Vikan 7.-13. október
8. okt. er foreldrafundur á Dvergheimum kl 8.10.
8. okt. Tröllaheimar fá heimsókn frá Félagi eldriborgara.
10. okt. er leikfimi í íþróttahúsinu, muna að hafa börnin í þægilegum fatnaði.
11. okt er rugldagur þá fara öll börnin á milli deilda milli kl 10-11.
Vikan 14.-20.október
15. okt. er foreldrafundur á Tröllaheimum kl 8.10.
17. okt. er leikfimi í íþróttahúsinu, muna að hafa börnin í þægilegum fatnaði.
18. okt. dagmæður í söngstund.
Vikan 21.-27. október
22. okt. foreldrafundur á Hulduheimum kl 8.10.
23. okt. er heimsókn frá tónlistarskólanum, Gestur kemur ásamt nemendum.
24. okt. er leikfimi í íþróttahúsinu, muna að hafa börnin í þægilegum fatnaði.
25. okt. eru Álfaheimar með uppákomu í söngstund.
Vikan 28.-31.október
31.okt. er leikfimi í íþróttahúsinu, muna að hafa börnin í þægilegum fatnaði.
Með kveðju
 Dagný aðstoðarleikskólastjóri

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?