Yngstu starfsmenn vinnuskólans að ljúka störfum

Þarna eru þau Brynjar, Rebekka, Þórunn, Rakel og Styrmir
Þarna eru þau Brynjar, Rebekka, Þórunn, Rakel og Styrmir

Í dag er síðasti dagur yngsta starfsfólks vinnuskólans, en það eru börn fædd árið 1999.

Í dag er síðasti dagur yngsta starfsfólks vinnuskólans, en það eru börn fædd árið 1999. Langflest þessara barna voru við störf úti, en nokkur þeirra fengu vinnu á leikskólanum og tvær stúlkur hafa starfað á bókasafninu. Vel hefur tekist til við vinnuna og hafa starfsmennirnir verið sérlega heppnir með veður undanfarnar vikur.

Næstkomandi fimmtudag verður síðan efnt til skemmtidags og farið af því tilefni til höfuðborgarinnar.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Kristínu Diljá Sigurgeirsdóttur, starfsmanni á bókasafninu.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?