Frá og með 4.maí fer lífræna sorpið aftur í brúna hólfið
Frá og með 4. maí nk. byrjum við aftur að flokka lífrænt með þeim hætti sem var fyrir Covid. Þá má setja litla brúna hólfið aftur í gráu almennu tunnuna.
Fyrsta skóflustungan tekin að stækkun Egilsbrautar 9
Á sumardaginn fyrsta tóku þeir Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar og Einar Sigurðsson formaður öldungaráðs fyrstu skóflustunguna að fyrsta áfanga í stækkun Egilsbrautar 9.
Stóri plokkdagurinn verður haldin á Degi umhverfisins laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Í Sveitarfélaginu Ölfusi hafa vaskir íbúar skipulagt plokk í þéttbýlinu og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að taka þátt. Hægt er að nálgast upplýsingar um plokkið á Facebook síðunni Plokkarar í Þ…
Kæru íbúar!
Við þurftum því miður að taka þá ákvörðun að taka loftið úr ærslabelgnum á meðan á samkomubanni stendur. Þegar veðrið batnar stækkar barnahópurinn á belgnum og við það skapast mikil nálægð milli barnanna og því erfitt að tryggja öryggi allra með tilliti til smits. Að öllu óbreyttu ver…
Húsnæðissamvinnufélagið Elliði auglýsir búseturétt til sölu
Húsnæðissamvinnufélagið Elliði auglýsir til sölu búseturétt í parhúsi sem staðsett er í byggðarkjarna eldri borgara í Þorlákshöfn.
Um er að ræða Sunnubraut 7 í Þorlákshöfn
Til sölu er búseturéttur í 2ja svefnherbergja íbúð í parhúsi. Í heildina er eignin 124,3 fm. og þar af er bílskúrinn 28,6 fm. …