Að gengið sé snyrtilega um

Hundaskítur
Hundaskítur
Leiðinleg sjón blasti við þeim sem komu út úr ráðhúsi Ölfuss í hádeginu í dag

Leiðinleg sjón blasti við þeim sem komu út úr ráðhúsi Ölfuss í hádeginu í dag.  Hundur hafði greinilega fengið að athafna sig og eigandi ekki gætt að því að hirða upp eftir hundinn.

Langflestir hundaeigendur ganga um með poka í vasanum, tilbúnir að hreinsa til eftir dýrin. En einn og einn virðist ekki passa upp á þetta. Yfirleitt eru til plastpokar á bókasafni eða í banka og hefði því verið hægt að bjarga málunum ef enginn poki hefur verið með í för.  Ætli það sé ekki ósk langflestra íbúa þessa samfélags að gengið sé snyrtilega um og hundaskítur fjarlægður.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?