Alþjóðlegur klósettdagur - hugsum betur um hvað við setjum í klósettið

VISSIR ÞÚ

  • 120 tonn af úrgangi komu inn í hreinsistöðvarnar Klettagarða og Ánanaust í Reykjavík árið 2019 og var urðaður í Álfsnesi.

  • 120 tonn af úrgangi eru hálft kíló af rusli í klósettin eða niðurföll á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu.

  • Kostnaður sveitarfélaga vegna aðgerða í tengslum við úrgang í fráveitum hleypur á tugum milljóna króna á ári.  

  • Hver einstaklingur notar að meðaltali 140 lítra af vatni á dag.

  • Lyfjaleifum má alls ekki sturta í klósettið heldur á að fara með þær í næsta apótek eða endurvinnslustöð.

  • Lyfjaleifar finnast í íslenskum vötnum og sjó og geta lyfjaleifar í umhverfinu haft skaðleg áhrif á sjávar- og landdýr.

  • Blautþurrkur, smokkar, eyrnapinnar, tannþráður og annar úrgangur á að fara í ruslið.

  • Ekki sturta niður blautþurrkum í klósett sem merktar eru af framleiðanda sem „flushable“  því þær valda einnig álagi á umhverfið og fráveitukerfin.  

Veggspjald

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?