Annar hluti pílagrímagöngu

Ströndin
Ströndin
Næstkomandi sunnudag verður önnur dagleið í nýrri fimm daga pílagrímagöngu frá Strandarkirkju alla leið í Skálholt, gengin. Það er Ferðafélag Íslands sem skipuleggur gönguna ásamt undirbúningsnefnd.

Næstkomandi sunnudag verður önnur dagleið í nýrri fimm daga pílagrímagöngu frá Strandarkirkju alla leið í Skálholt, gengin. Það er Ferðafélag Íslands sem skipuleggur gönguna ásamt undirbúningsnefnd.

Fyrsti hlutinn frá Strandarkirkju í Þorlákshöfn var genginn í maí, en metþátttaka var í þá göngu eða rétt tæplega 60 manns. Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og er þessar göngur hluti af því ferli þar sem þær eru fyrstu prufugöngur um þessa leið.  Göngustjórar verða þau Barbara Guðnadóttir og Axel Árnason Njarðvík.

Í þessum öðrum hluta göngunnar verður gengið sunnudaginn 12. júní frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn, um sandfjöruna að Hafinu Bláa áfram með sjónum, framhjá Eyrarbakka og eftir nýrri gönguleið til Stokkseyrar.  Lagt verður af stað með rútu frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri kl. 9:30. Þessi ganga er um 19 km löng og er gott að vera í góðum gönguskóm og með nesti.

Næstu dagleiðir eru síðan eftirfarandi:

26. júní. Stokkseyri – Villingaholt. Brottför með rútu frá Villingaholtskirkju kl. 9:30. Gengið frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri um fallegt svæði að Gaulverjabæjarkirkju og áfram að Villingaholti um 21 km.

10. júlí. Villingaholt í Flóa – Ólafsvallakirkja á Skeiðum. Brottför með rútu frá Ólafsvallakirkju kl. 9:30. Gengið um Flóann og upp Skeiðin um 20 km leið um sunnlenska sveit.

24.júlí. Ólafsvallakirkja á Skeiðum – Skálholtsdómkirkja. Brottför með rútu frá Skálholti kl. 7:00. Gengið um 17 km leið frá Ólafsvallakirkju á Skeiðum sem leið liggur um fallega sveit norður í Skálholti. Göngunni lýkur á Skálholtshátíð þar sem pílagrímar koma einnig úr Borgarfirði þennan dag.

 

Hver ferð kostar kr. 9.000 (6.000 kr fyrir félaga í FÍ) og er það Ferðafélag Íslands sem heldur utanum skráningu í ferðirnar en nánari upplýsingar má finna á vefsíðu FÍ: http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/1918/ eða í síma 5682533.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?