Í atvinnustefnunni er lögð sérstök áhersla á uppbyggingu grænna Iðngarða, hafnartengda starfsemi, matvælaiðnað, menntun og nýsköpun, auk ferðaþjónustu, menningar og skapandi greina. Jafnframt er lögð rík áhersla á öfluga og sjálfbæra innviði, þar sem aðgengi að orku, landi, samgöngum og þjónustu er lykilforsenda árangurs.
„Atvinnustefnan er mikilvægur leiðarvísir fyrir áframhaldandi uppbyggingu grænna Iðngarða í Ölfusi. Hún styður við langtímahugsun, sjálfbæra nýtingu auðlinda og skapar skýrari ramma fyrir samstarf, ný verkefni og framtíðaruppbyggingu,“
segir Eva Lind Guðmundsdóttir, verkefnastjóri grænna iðngarða hjá Ölfus Cluster.
Samþykkt atvinnustefnan skapar traustan grunn fyrir næstu skref, þar sem unnið verður að mótun aðgerðaráætlunar, innleiðingu og eftirfylgni í samstarfi við sveitarfélagið og aðra hagaðila. Stefnan er ætlað að þróast áfram í takt við samfélagið, reynslu og ný tækifæri, og nýtast sem lifandi leiðarvísir í áframhaldandi uppbyggingu og þróun atvinnulífs í Ölfusi.