Auglýsing á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 er tekur til lóða á Óseyrartanga 

Merki Ölfuss
Merki Ölfuss
Auglýsing á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 er tekur til lóða á Óseyrartanga.

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022.

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi sínum 29. janúar 2016 að heimila aðalskipulagsbreytingu fyrir lóðir á Óseyrartanga, reit V16. Svæðið sem tekið er undir er stækkað í 12 ha og innan þess sé heimilt að vera með  verslun, veitinga- og gistiþjónustu.

Skipulagslýsing er til kynningar og aðgengileg á heimasíðu www.olfus.is

Tillagan er til kynningar frá 3. mars 2016 til 15. mars 2016. Ábendingar og athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist fyrir 16. mars 2016 til Sveitarfélagsins Ölfuss, b.t. skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Sigurður Ósmann Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.


Aðalskipulag 2010-2022 - Breyting og umhverfisskýrsla fyrir Óseyrartanga

Lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar.  Breyting á þjónustusvæði - Óseyrartangi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?