Auglýsing á tveimur skipulagstillögum

Grenndarkynning vegna breytingar á deiliskipulaginu „Deiliskipulagsbreyting við Egilsbraut 9“

Bæjarstjórn samþykkti á 288. fundi sínum þann 25. febrúar síðastliðinn að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.  Þetta er gert til að auglýsa megi lóðir sem deiliskipulagið markar eftir almennum úthlutunarreglum sveitarfélagsins.

Deiliskipulagsbreyting

Upprunalegt skipulag sem verið er að breyta

Tillagan verður til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins Ölfuss frá 3. mars til  31. mars  2021. Frestur til að gera athugasemdir er til  31. mars  2021. Athugasemdir sendist með tölvupósti á netfangið skipulag@olfus.is eða skriflega á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn.

 

Óveruleg aðalskipulagsbreyting í landi Árbæjar 4  var samþykkt á 287. fundi bæjarstjórnar þann 28. janúar 2021. Landnotkun á lóðinni Árbær 4 er breytt með óverulegri aðalskipulagsbreytingu á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 .  Breytingin felst í því að reit í landinu er breytt  úr opnu svæði til sérstakra nota í landbúnaðarsvæði, í samræmi við 2. málsgr. 36. greinar skipulagslaga.

Aðalskipulagsbreyting 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?