Auglýsing: Sérstakar húsaleigubætur í Sveitarfélaginu Ölfusi

Merki Ölfuss
Merki Ölfuss
Sérstakar húsaleigubætur

 Sérstakar húsaleigubætur eru ætlaðar þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar greiðslubyrði og annarra féalgslegra erfiðleika.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sérstakar húsaleigubætur í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Sérstakar húsaleigubætur er fjárstuðningur til greiðslu húsaleigu á almennum markaði umfram almennar húsaleigubætur. Sérstakar húsaleigubætur eru ætlaðar þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar greiðslubyrði og annarra félagslegra erfiðleika.

Umsókn skal lögð fram á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1 á þar til gerðum eyðublöðum. Umsókn er ekki tekin til afgreiðslu nema umsóknareyðublað sé rétt útfyllt og undirritað af umsækjanda/umsækjendum. Með umsókn þurfa að fylgja eftirtalin gögn:

  • Staðfest afrit síðasta skattframtala, eða veflykill að skattur.is, svo sjá megi meðaltekjur og heildareignir að frádregnum skuldum
  • Launaseðlar umsækjanda, maka/sambúðaraðila og barna 20 ára og eldri sem búa heima, fyrir síðustu þrjá mánuði eða upplýsingar um reiknað endurgjald vegna sjálfstæðrar starfsemi

Umsækjandi þarf að uppfylla öll eftirfarandi skilyrði til að umsókn öðlist gildi:

a)      Umsækjandi hafi ekki möguleika á því að kaupa eigið húsnæði

b)      Umsækjendur skulu verða orðnir 18 ára á umsóknardegi

c)      Umsækjandi búi ekki í félagslegu húsnæði, eða öðru niðurgreiddu húsnæði.

d)      Umsækjandi eigi lögheimili í Ölfusi þegar sótt er um og a.m.k. síðustu tvö árin samfleytt áður en umsókn berst

e)      Umsækjandi uppfylli eftirfarandi skilyrði um tekju- og eignamörk. Tekjumörk fyrir einstakling eru 2.458.620 kr. í brúttó árstekjur. Tekjumörk hjóna/sambúðarfólks eru 3.933.821 kr. í brúttó árstekjur. Auk þess kr. 538.000 fyrir hvert barn á framfæri innan 20 ára. Eignamörk eru 3.278.184 kr. Tekjumörk eru miðuð við tekjur síðasta skattárs, auk tekna á umsóknarári. Heimilt er að taka tillit til skuldastöðu/greiðslubyrði umsækjanda. Námslán teljast til tekna.

Heimilt er að veita undanþágu frá skilyrðum um lögheimili og tekjuviðmið ef umsækjandi hefur búið í Ölfusi stóran hluta ævi sinnar en flutt tímabundið úr sveitarfélaginu vegna húsnæðisvanda, náms eða vinnu. Einnig ef umsækjandi er samkvæmt faglegu mati í mjög miklum félagslegum erfiðleikum. Allir umsækjendur verða boðaðar til viðtals af félagsráðgjafa til að leggja mat á aðstæður viðkomandi.

Umsóknum skal skilað fyrir föstudaginn 21. febrúar næstkomandi.

Frekari upplýsingar má nálgast í síma 480-3800 eða á póstfangið tara(hja)olfus.is

Fyrir hönd Sveitarfélagsins Ölfuss,
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Félagsráðgjafi MA

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?