Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögu

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 29. júní, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar hafa verði samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Aðal – og deiliskipulagsbreyting fyrir Móa miðbær í Þorlákshöfn - M1

Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulaginu "Deiliskipulag Móa - Miðbæjarkjarni Þorlákshöfn" á reit sem kallaður er M1 í aðalskipulagi.
Aðalskipulagsbreytingin snýst um að íbúðum í reitnum, M1 er fjölgað úr 80 í 200.
Deiliskipulagsbreytingin markar miðbæjartorg á reitnum, umkringt húsum sem hýsa ýmsa miðbæjarstarfsemi þar á meðal hótel. Íbúðir verða einnig á efri hæðum húsa sem geta orðið allt að 5 hæðir.

Miðbær aðalskipulagsbreyting

Miðbær deiliskipulagsuppdráttur

Miðbær deiliskipulagsgreinargerð

 

Breyting á deiliskipulaginu Gljúfurárholt land 10 - Staður

Breytingin er fyrirhuguð á deiliskipulagi fyrir Stað í Ölfusi, sem áður hét Gljúfurárholt land 10. Heimildir til uppbyggingar á landinu eru aðlagaðar breytingum í nýju aðalskipulagi. Hætt var við lóð fyrir samfélagsþjónustu sem gert var ráð fyrir í eldra skipulagi en í stað hennar settur reitur fyrir verslun og þjónustu. Hugmyndin er að byggja upp gistiaðstöðu í smáhýsum á reitnum, nyrst í landinu. Að auki eru heimildir til uppbyggingar á öðrum hlutum landsins skilgreindar nánar í samræmi við nýtt aðalskipulag.

Staður deiliskipulagsuppdráttur

 

Breyting á deiliskipulaginu Hjarðarból lóð 1

Lögð er fram breyting á deiliskipulaginu Hjarðarból lóð 1, þar sem byggingarheimildum á þremur af lóðunum sem skipulagið markar er breytt til samræmis við heimildir í nýju aðalskipulagi. Einnig er hámarks mænishæð aukin lítillega á lóðunum þremur, eða úr 6m í 6,6m.

Hjarðarból lóð 1 deiliskipulagsuppdráttur

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 22. til 28. júní 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 28. júní 2023.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?