Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögum

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 24. febrúar í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar eru:

 

Breyting á deiliskipulagi fyrir Móa – miðsvæði í Þorlákshöfn.

Efla hefur gert tillögu að breytingu á deiliskipulagi Móa þar sem byggingarreitum og lóðum er breytt. Þetta er meðal annars gert til að einfalda fyrirkomulag bílastæða svo einfaldara verði að koma fyrir hleðslustöðum íbúðareiganda.

Deiliskipulag Mói-miðsvæði

 

Breyting á deiliskipulaginu Mánastaðir 1 og 2 / Kambastaðir

Verkfræðistofan Efla hefur unnið deiliskipulagbreytingu og er óskað eftir að tillagan verði auglýst samhliða nýju aðalskipulagi Ölfuss. Sótt er um að breyta deiliskipulaginu þannig að lóðum innan Mánastaða 4 fjölgi í átta og parhús verði á fjórum lóðanna. Heimilt verði að byggja eitt gestahús við hvert einbýlishús og eitt við hverja parhúsaíbúð, allt í samræmi við heimildir sem liggja fyrir í endurskoðuðu aðalskipulagi.

Deiliskipulagsbreyting Mánastaðir/Kambastaðir

 

Breyting á deiliskipulagi Norðurhrauns í Þorlákshöfn.

Tillagan hefur verið auglýst áður en vegna galla í gögnum þarf að auglýsa hana aftur. Gögnin hafa verið leiðrétt og hefur töflu sem sýnir helstu tölur fyrir breytingu verið bætt við á síðu 5 í greinargerð, töflum hefur verið skipt út á deiliskipulagsuppdrætti auk annarra smáleiðréttinga.

Deiliskipulagstillaga Norðurhraun

Greinargerð Norðurhraun

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 18. – 23. febrúar 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 23. febrúar 2022.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?