Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögum

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, fyrir umfjöllun í bæjarráði Ölfuss þann 4. ágúst, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010:

Deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt 25 og 26

Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðirnar Gljúfurárholt 25 og 26. Þar er fyrir skemma á annarri lóðinni en markaðir eru tveir nýir byggingarreitir, einn á hvorri lóð fyrir íbúðarhús og bílskúr allt að 500 fermetrar hvort

Deiliskipulagstillaga Gljúfurárholt 25 og 26

 

Deiliskipulag fyrir Hveradali

Landmótun hefur unnið tillögu að deiliskipulagi fyrir Hveradali. Tillagan markar reiti og setur skilmála fyrir baðlón og tengdar byggingar á svæðinu. Tillaga að skipulagi var upphaflega unnin á árunum 2014-2016 en hefur nú verið uppfærð miðað við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og álit Skipulagsstofnunar þar um.

Uppdráttur deiliskipulags í Hveradölum

Greinargerð deiliskipulags í Hveradölum

Álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati

 

Deiliskipulagsbreyting deiliskipulag Sólbakka - fyrrum Hlíðartunga land

Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag þriggja lóða við Sólbakka sem áður hét Hlíðartunga land. Um er að ræða aukningu á byggingarheimildum í samræmi við það sem er heimilað í nýju aðalskipulagi.

Breytingartillaga á deiliskipulag Sólbakka

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Þrastarveg 1 í Ölfusi

Teiknistofan Úti og inni hefur unnið deiliskipulagstillögu sem fyrir lóðina Þrastarveg 1 í Þórustaðalandi í Ölfusi. Markaðir eru byggingarreitir og settir skilmálar fyrir íbúðarhús og bílskúr í samræmi við nýtt aðalskipulag.

Tillaga um deiliskipulag Þrastarvegur 1

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 22. júlí til og með 3. ágúst 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok dags þann 3. ágúst 2022.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?