Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögum

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 24. nóvember, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010:

 

Deiliskipulagstillaga fyrir fiskeldisstöð Geo Salmo í Básum vestan við Keflavík

Tillagan skilgreinir byggingarreit fyrir mannvirki, sýnir mögulega staðsetningu útrásar og borhola og settir skilmálar fyrir uppbyggingu lóðarinnar.

Gert er ráð fyrir að fullbyggð mun stöðin framleiða allt að 24.000 tonn af fiski á ári. Á lóðinni verður eldisstöð, fiskvinnsla, auk bygginga sem tengjast framleiðslunni og nýtingu úrgangs svo sem gróðurhús sem nýtir eldisvökva og uppleyst næringarefni í samræmi við markmið um hringrásarhagkerfi.

Geo Salmo - deiliskipulagsuppdráttur

Geo Salmo - greinargerð

 

Deiliskipulagstillaga fyrir land Bakka 2 í Ölfusi

Tillagan skilgreinir lóð sem er hluti af landinu Bakka 2 vegna fyrirhugaðra landskipta í samræmi við fyrri samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar. Nýja lóðin fær nafnið Bæjarbrún.

Bakki 2 deiliskipulagstillaga

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Þórustaðanámu í Ölfusi

Deiliskipulagstillagan er í samræmi við nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins og skipulagslýsingu sem var samþykkt til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd í mars á síðasta ári. Vinnsla nýs aðalskipulags er á lokametrunum en tillagan tekur ekki gildi fyrr en það hefur verið staðfest.

 

Þórustaðanáma greinargerð deiliskipulags tillaga

Þórustaðanáma deiliskipulaguppdráttur tillaga

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 21. til 23. nóvember 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 22. nóvember 2022.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?