Auglýsing um skipulag

Tillaga að deiliskipulagi fyrir lóð við Skæruliðaskálann í Ólafsskarði

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 26. janúar deiliskipulagstillögu fyrir lóð við Skæruliðaskálann í Ólafsskarði til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hefur verið auglýst áður en er nú auglýst aftur þar sem ekki gafst tími til að ganga frá henni áður en ár var liðið frá lokum athugasemdafrests.

Tillagan markar og setur skilmála fyrir nýja lóð svo unnt verði að skilgreina og stofna hana umhverfis skálann sem kallaður hefur verið Skæruliðaskálinn. Skálinn á sér sögu frá því þegar skíðamennska var ennþá stunduð í Jósepsdal á árunum áður en skæruliðarnir voru hópur skíðaáhugamanna í Skíðadeild Ármanns sem byggðu skálann fyrir ofan eina skíðabrekkuna í dalnum.

Skæruliðaskálinn deiliskipulagstillaga

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunni, Hafnarbergi 1, dagana 2. febrúar til 16. mars 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 16. mars 2023 eða með bréfpósti á skipulagsfulltrúa, bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

 

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðal- og deiliskipulagi

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 26. janúar skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðal- og deiliskipulagi Móa, miðbæjar í Þorlákshöfn. Aðalskipulagi er breytt þannig að fleiri íbúðir verði heimilaðar á svæðinu og deiliskipulagsbreytingin breytir byggingarreitum þannig að torg myndist miðsvæðis, sem hinar ýmsu byggingar sem hýsa miðbæjarstarfsemi, hótel og íbúðir munu standa við.

Mói miðbæjarsvæði - skipulagslýsing

Lýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofunni, Hafnarbergi 1, dagana 2. febrúar til 23. febrúar 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 23. febrúar 2023, eða með bréfpósti á skipulagsfulltrúa, bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

 

Óveruleg breyting á aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 26. janúar óverulega breytingu á aðalskipulagi Ölfuss 2020 - 2036 í samræmi við 2. málsgr. 36 greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Við lokauppsetningu aðalskipulags fór rangur kafli inn í greinargerð skipulagsins. Kafli 4.1.3 sem fjallar um heimildir til uppbyggingar á landbúnaðarlandi féll út en almennu skilmálarnir fyrir frístundabyggð úr kafla 4.1.2 voru endurteknir í stað þeirra skilmála sem bæjarstjórn hafði samþykkt þegar tillagan var auglýst. Þetta er lagfært með þeirri breytingu sem nú er gerð og réttur kafli 4.1.3 settur inn í skipulagsgreinargerðina.

Tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?