Auglýsing um skipulagslýsingar

Eftirtaldar skipulagslýsingar voru samþykktar til auglýsingar af bæjarstjórn Ölfuss þann 5. október og 2. nóvember, í samræmi við 1. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar höfðu áður verði samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðar deiliskipulagsgerðar fyrir Thor landeldi við Keflavík

Áform er um uppbyggingu á fiskeldisstöð fyrir lax, bleikju eða regnbogasilung. Í lýsingunni koma fram hvaða áherslur verða við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur í skipulagsferlinu, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Thor landeldi - Skipulagslýsing

 

Skipulagslýsing fyrir tvö ný deiliskipulög á lóðunum Laxabraut 15-27

Áform er um uppbyggingu á fiskeldisstöð fyrir lax, EFLA leggur fram skipulagslýsingu fyrir framtíðaruppbyggingu á lóðum First Water sem áður hét Landeldi að Laxabraut 15-27. Í gildi er deiliskipulag fyrir Laxabraut 21-25 sem verður fellt úr gildi þegar nýtt deiliskipulag sem lýsingin fjallar um tekur gildi.

First Water Laxabraut 15-27- Skipulagslýsing

 

Skipulagslýsingarnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 9. nóvember til 8. desember 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 22. desember 2023.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?